HBpublisher, brosað í gegnum tárin. Bryndís Schram.

BROSAÐ GEGNUM TÁRIN

Þessa bók má kalla framhald af metsólubók Bryndísar „ Í sól og skugga“ sem kom út 2008. Bókin kemur nú út í kjölfar stormasams kafla í lífi Bryndísar- nú undanfarið – bók sem lætur engan ósnortinn. 

Um bókina segir á baksíðu:
BROSAÐ GEGNUM TÁRIN er bók um ástina og hamingjuna og um sorgina og harmleikinn. Ævisaga heitra tilfinninga og dramatískra viðburða. Bók sem enginn leggur frá sér – ósnortinn.

BRYNDÍS SCHRAM var ung að árum þjóðkunn og lífshlaup hennar ævintýri líkast. Frá æskuárum hefur hún verið í órofa bandalagi við mesta ástríðupólitíkus landsins. Saman hafa þau unnið stóra sigra á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Samt hefur hún sjaldan setið á friðarstóli. Hvað eftir annað var hún hrakin úr starfi út af pólitík. Óvægin fjölmiðlagagnrýni – eða voru það pólitískar ofsóknir? – rötuðu jafnvel inn í réttarsali.

Þegar „hið friðsæla ævikvöld“ nálgaðist, skók fjölþjóðleg forræðisdeila um ömmubarn hennar líf fjölskyldunnar árum saman. Stóra sorgin í lífi hennar var að missa dóttur sína í blóma lífs. Og fjölskylduharmleikur – sárari en orð fá lýst – varpar dimmum skugga á ævikvöldið.

PANTA BÆKUR

Vinsamlegast fylltu út formið og fjölda bóka sem þú óskar. Ef þú óskar að millifæra við pöntun, þá notar þú upplýsingarnar sem birtast á síðunni þegar formið er sent af stað. Einungis er hægt að millifæra og óska eftir heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu eins og er. Aðrar pantanir eru sendar á pósthúsið þitt, þar sem þú sækir og greiðir í póstkröfu.
Þú velur hvort þú skráir símanúmerið þitt. Væri gott ef um heimsendingu er að ræða.
Heimkeyrsla og millifærsla í banka við pöntun er einungis möguleiki á höfuðborgarsvæðinu eins og er.